Vorum að taka heim kjöt

IMG_9372-600x462Seldi kjöt í dag og sel kjöt á morgun – vara þá sem eftir eiga að tryggja sér kjöt á grillið að ég er með síðustu gripi í höndum e vinnslu á Hellu – Þegar þessi sending klárast, þurfum við öll að bíða fram á haust eftir nýrri vinnslu! – Það verður ekkert meira til! Passið ykkur að eiga nóg – Allavega, – hér er aftur steik í kvöldmat – í gær var hún grilluð/í kvöld ofnbökuð = ástæðan, get næstum ekki staðið undir mér lengur – og þarf að hvíla fótinn! Þess vegna er betra að nýta ofninn í eldamennskuna!

Kálfakjöt með sítrónu

Kálfakjöt-með-sítrónu720 g kálfasneiðar, 8 stk.
smá hveiti
50 g smjör
4 msk. ólífuolía
1 ½ stk. sítróna, safi og börkur
1 dl hvítvín
maldon salt og pipar
Mjög mikilvægt er að hafa kálfasneiðarnar mjög þunnar í þennan rétt. Setjið plast á bretti, kálfasneiðarnar ofan á og plast yfir. Berjið kjötið þar til það er orðið mjög þunnt. Best er að nota bita úr innralæri eða hryggvöðva sem fást stundum í kjötborði. Berjið kálfakjötssneiðarnar mjög þunnt eins og lýst er hér að ofan, veltið þeim upp úr hveiti og sláið vel af. Hitið pönnu vel og steikið sneiðarnar upp úr olíu og smjöri í um 2 mín. á hvorri hlið. Raspið sítrónubörk yfir og kryddið með salti og pipar. Hellið sítrónusafa og hvítvíni út á og hristið pönnuna vel. Setjið á diska og berið strax fram.
Scroll to Top