Bærinn

Landkostum Lágafells er lýst á eftirfarandi hátt í jarðabók Árna og Páls:
“Fóðrast á parti Ófeigs VI kúa þungi, á parti Eyjólfs IV, 1 hestur. Slægjulandið hróstrast upp svo grasvöxtur minnkar mjög. Hætt er peningi fyrir foruðum og flóðum. Landþröng er jörðin, svo kúpening verður inn að setja um heyannir, jafnvel áður”. Við jarðamat 1849 er Lágafelli lýst þannig; “Tún mikil og þýfð, engjar litlar og ritjulegar. Land til hagbeitar sæmilegt og í betra lagi. Gripagagn gott.” Á Lágafelli var bréfhirðing á árunum 1946 til ársloka 1959.

Þessir bændur er vitað um sem ábúendur á Lágafelli:

Bjarni og Vigdís – 1600
Steinn Jónsson – 1672
Halldór Ásgeirsson og Helga 1703-1712
Sveinn Sigurðsson og Sigríður 1703
Andrés Jónsson 1712
Guðlaugur Jónsson og Þrúður 1729-1762
Jón Einarsson og Guðrún 1729
Bergþór Jónsson og Þuríður 1756
Steinn Jónsson 1762
Jón Guðbrandsson og Ingibjörg 1764-1768
Magnús og Ingiríður 1771-1772
Árni Magnússon og Jódís 1772-1782
Jón Ögmundsson og Rannveig Jónsdóttir 1776 – 1783
Guðbrandur Eiríksson 1785-1786 fyrsta kona Katrín, önnur Valgerður og þriðja Signý.
Einar Erasmusson 1786-1788
Magnús Jónsson 1789 – 1804, fyrri kona Kristín og seinni Elín
Höskuldur Jónsson 1807-1820 fyrri kona Snjálaug og seinni Guðbjörg –
Símon Þorsteinsson og Sigríður 1820-1840
Sæmundur Símonarson og Margrét 1826 – 1827
Þorsteinn Símonarson og Sigríður, 1840 – 1872
Brynjólfur Jónsson, 1853 – 1855 Fyrri kona Kristín og seinni Margrét
Jón Árnason og Margrét, 1855 – 1886
Sigurður Guðmundsson og Þórunn, 1873 – 1885
Árni Jónsson og Kristín, 1887 – 1897
Markús Þórðarson og Guðrún, 1897 – 1900
Ólafur Ögmundsson og Vilborg, 1900 – 1901
Sæmundur Ólafsson og Guðrún, 1901 – 1930
Finnbogi Magnússon og Vilborg, 1930 – 1959
Magnús Finnbogason og Auður, 1959 – 2001
Halldór Óskarsson og Sæunn, 2001 – ennþá.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

Scroll to Top