Ferðaþjónusta

Húsið annar dagur breytinga 021Ferðaþjónustan “Bakland að Lágafelli” byggir á útleigu á íbúð í kjallara íbúðarhúsins. Íbúðin er 55fm og hönnuð var af fyrirtækinu ProArk á Selfossi út frá hugmyndum um Algilda hönnun. Hér er átt við að mannvirki séu hönnuð með það í huga að gera ávallt ráð fyrir öllum hvað varðar rými.
Í lögum má finna nýjar áherslur í hönnun mannvirkja þar sem krafan er að fólk sem á við hvers kyns fötlun eða veikindi að stríða geti með öruggum hætti komist inn og út úr húsi og að við hönnunina séu mismunandi þarfir og geta fólks hafðar í huga meðal annars í tilliti til sjónar og heyrnar.
Áætlað er að minnst tíu prósent íbúa landsins búi við hreyfihamlanir eða annars konar fötlun. Að auki má telja þá sem hafa skerta hreyfigetu vegna aldurs og tímabundinna aðstæðna, t.d. vegna slysa, þungunar og vegna þess að þeir eru með börn í kerrum og barnavögnum. Eldri borgarar glíma margir hverjir við ýmiskonar hamlanir, svo sem slæma sjón, skerta heyrn og gigt en þessi ört stækkandi hópur er engu að síður oft við tiltölulega góða heilsu og vel ferðafær.

Lesa meira

Scroll to Top