Dýrin

steypt smalað og riðið á folaldi 099Á bænum eru að jafnaði 35-40 kýr mjólkandi – mjólkurkvótinn er 195.000 lítrar á ársgrundvelli og mjólkað er tvisvar á dag.  Fyrri mjaltir hefjast um 7.30 alla daga ársins en seinni mjaltir um 18.00.
Mjólkurbíll sækir mjólkina í tankinn, annan hvern dag og flytur í mjólkurstöðina á Selfossi til vinnslu. Tveggja ára kvíguuppeldi elst upp á bænum ár hvert, álíka mikill fjöldi og mjólkurkýrnar eru. Nautkálfar eru ekki líklegir til að eiga langlífi hér á bæ, því þeim er slátrað um 100 daga gömlum og þeim breytt í það sem við höfum kosið að kalla “Alíkálfa” – en það eru kálfar sem við höfum gefið mjólk alla þeirra lífdaga og gefið eins mikið hey og vatn og korn og þeir hafa sjálfir kosið að neyta og þeir liggja í hálmbeði í góðum stíum og líður mikið vel á sinni stuttu ævi. Kjötið af þeim er afbragð og við eigum aldrei nóg af kálfum til að svara eftirspurn. Alíkálf vsteypt smalað og riðið á folaldi 018erður því að panta með fyrirvara og afgreiðslutíminn er venjulega dálítið langur.

Á bænum eru líka rétt rúmlega 100 kindur.  Hobbýið okkar hjóna.  Þær eru afar skrautlegar og skemmtilegar og allir eiga sína kind í húsunum. Flestar heita þær eitthvað og margar vilja endilega láta klappa sér eða þyggja sparibita úr hendi.
Sauðburður hefst hér ár hvert í byrjun maí og stendur yfirleitt yfir í 3 – 4 vikur. Við hleypum þeim út með lömbinn mjög snemma og þær fara í úthaga hér heima á bænum fram í september með lömbunum sínum eða fram að smalamennsku sem venjulega er um miðjan september, ár hvert.  Þá eru lömbin tekin undan og kindunum gefið frí frá uppeldinu til að safna kröftum í nýjan fengitíma sem hefst í fyrstu viku desemsmalamennska 2012 139ber ár hvert. Við reynum ávallt að nýta sæðingahrúta en eigum líka góða aðkeypta hrúta sem hafa fengið stigun í hrútadómum og því má segja að sauðfjáreignin sé bæði hobbý og rammasta alvara í bland.

Á bænum eru 125 hryssur í stóði, og 60-70 önnur hross í uppeldi – að meðtöldum reiðhestunum á bænum en þeim fer fjölgandi ár frá ári.  Við erum eins og áður sagði með samninga við Beint frá Býli og í gegnum þá seljum við okkar afurðir beint til neytenda – eftir vinnslu í sláturhúsinu á Hellu en folaldakjöt er mikið vinsæl afurð frá okkar búi.  Salan fer mikið fram í viðskiptum við sömu kúnnana ár frá ári og hafa vetur 2012 032gert marga aðila að fastakúnnum og að okkar áliti einnig sönnum vinum – því maður býður í raun eftir hringingu að sama tíma að ári til að heyra frá viðkomandi aðilum og uppfylla þarfir þeirra á að fylla kistuna af mat. Endilega hafið samband við okkur ef við getum hjálpað ykkur í þessum efnum, það er ávallt nóg til.

Túnrækt og kornrækt á bænum þekur um 90 ha – samanlagt.  Endurræktun túna er á ári hverju á 7 – 15 ha og við reynum alltaf að hafa korn í um 7 ha, stundum meira.  Við náum yfirleitt tveimur uppskerum af öllum túnum og fyrir hefur komið að við höfum slegið þrisvar sinnum en við beitum líka gripunum okkar lengi úti og beitarstýrum um túnin eftir að slætti líkur.  Vorannir hér á bæ erum mestar í Apríl og fram að júní byrjun. Þá er áburði smalamennska 2012 019dreift á tún, lömbin fæðast, akrar unnir, girðingarvinna í gangi og folöldin fæðast. Sumarannir eru yfirleitt tengdar umhirðu um beitartún kúnna, heyskap og vélavinna á túnum, eftirfylgni með graðhestum í hólfi með merum og stundum hefur verið mikið að gera í hrossum.

Á haustin reynum við að undir búa veturinn, laga vélar, klára heyannir, hirða kornið sem vonandi hefur náð góðum þroska yfir sumarið, óska eftir góðum haustdögum svo dýrin fái lengri útiveru, tökum upp kartöflur og yfirleitt er eitthvað til af öðru grænmeti í garðhorni einhversstaðar líka.  Segja má að vetur sé hafinn þegar kýrnar blessaðar eru að lokum lokaðar inni og reglubundin vinna hefst á bænum.

Yvetur 2012 004fir veturinn reynum við að safna kröftum fyrir vor, sumar og haust annir en reglan er að mjólka tvisvar á dag alltaf og sjá um gjafir og þrif í útihúsum. Annars er líf bóndans mikið í undirbúningi fyrir næsta annatíma og bókhaldi.

Á veturnar fer líka mikill tími í að skoða hvað er á bak við augnlokin á degi hverjum, enda þreyta í flestum harðduglegum bændum á þessum tíma að líða úr líkamanum eftir annasamt vor, sumar og haust.  Þannig er líka gott að hlaða batteríin fyrir annasama tíma sem framundan eru!

1 thought on “Dýrin”

Leave a Reply

Your email address will not be published.

Scroll to Top