Bakland að Lágafelli

Bakland að Lágafelli
Lágafell er blandað bú með kýr, kindur og hross.
Bændur eru Halldór Áki Óskarsson og Sæunn Þóra Þórarinsdóttir, búfræðingar frá LBHÍ og Sæunn er auk þess ferðamálafræðingur frá Hólum í Hjaltadal. Á bænum er auk þess rekin lítil heimagisting – með aðstöðu fyrir 5-8 manns í íbúð sem staðsett er á neðrihæð íbúðarhúsins á Lágafelli.
Lágafell hefur verið aðili að samtökunum Beint frá býli frá upphafi samtakana og selur vörur frá búinu sem fullunnar hafa verið í Sláturhúsinu á Hellu, eftir fyrirmælum bóndans.
Verið velkomin að kynna ykkur starfsemina á bænum og sækja til okkar vöruna, því loks er aðstaða til að taka á móti fólki hér heima. Sérhæfum okkur í sölu á alíkálfakjöti og folaldakjöti.
Bakland að Lágafelli, www.lagafelli.is og www.beintfrabyli.is/lagafell/
Sæunn og Halldór, Lágafelli

Scroll to Top