Fólkið

2014-01-15 13:49

Sæunn Þóra Þórarinsdóttir

Eigandi og framkvæmdastjóri

Sleit barnsskónum í Vestmannaeyjum og vestur í Dölum. Lauk barnaskóla frá Barnaskóla Vestmannaeyja 19. Gekk í tvær annir í Framhaldsskóla í Vestmannaeyjum, lauk þar tækniteiknun. Skráði sig í Fjölbrautaskóla Suðurlands/FSU, og var eina önn af því hún vildi læra spænsku en svo hætti kennarinn við FSU svo Sæunn skráði sig í Fjölbraut í Garðabæ og útskrifaðist þaðan haustið 1993 sem nýstundent af Málabraut/ferðamálalínu. Vorið 1994, sat Sæunn á skólabekk í FSU að nýju – tók bóklegt nám í söðlasmíði og henti sér svo í verknám norður í Skagafjörð um sumarið – með stefnuna á Landbúnaðarskóla á Hvanneyri, útskrifaðist þaðan sem búfræðingur að vori 1995 með sérþekkingu á Landnýtingarmálum og kynntist maka sínum Halldóri Áka á skólanum. Flutti á hans heimaslóðir í AusturLandeyjar eftir skólann – Var ólétt í 5 ár = eignaðist 3 börn, tvo stráka og stúlku = 1996, 1999 og 2001. Árið 1999 settist Sæunn á skólabekk í HÍ til að læra Ferðamálafræði, en vegna anna frestaðist námið – Sæunn og Halldór keyptu Lágafell 2001, af Magnúsi Finnbogasyni og Auði konu hans og hafa verið bændur á blönduðu búi síðan. Slys árið 2009/2010 varð til þess að Sæunn horfði eftir nýjum leiðum til að verða að gagni og settist þá aftur á skólabekk, nú á Hólum í Hjaltadal – til að ljúka Ferðamálafræði. Í október 2012, tók Sæunn BApróf við skólan og við útskrifarpappírum upp á titilinn Ferðamálafræðingur. Situr nú á skólabekk í masternámi við HÍ, í fötlunarfræði. Stefnir á útskrift en hvenær verður tíminn að leiða í ljós. Hefur auk alls þessa setið á ýmsum námsskeiðum tengdu Hrossum, sauðfé, búskap og bókhaldi, viðskiptum og markaðsfræði, barnauppeldi og hönnun (saumar og tækniteikningar). Alltaf til í að læra meira og forvitin um of! 🙂 Hvað ungur nemur gamall temur – eru einkunnarorðin og brostu það kostar ekki neitt 🙂

Halldór Áki Óskarsson

Eigand – Bóndii

Er alinn upp í AusturLandeyjum.  Á bænum Álftarhóli, sem er hinum meginn við girðinguna að Lágafelli í norð austri.  Klofaði sem sagt yfir girðingu til að gerast bóndi hér á Lágafelli, árið 2001 – enda hugur hans alla tíð staðið til búskapar.  Bóndi inn að beini, lifir og hrærist í búskapnum.  Elskar að rækta og spá í náttúruna og hennar dularfullu duttlunga! Lauk barnaskóla í Hvolsvelli.  Fór í vinnumennsku eftir skóla til Magnúsar á Lágafelli og Ragnars á Guðnastöðum í AusturLandeyjum, auk þess sem hann vann heima á Álftarhóli og í þurrkverksmiðju sem bændurnir í AusturLandeyjum ráku í tenglsum við kornþurrkun.  Skráði sig í nám við Bændaskólann á Hvanneyri og útskrifaðist eftir tvo vetur,með eina af hæstu Búfræðieinkunn skólans árið 1995 með sérmenntun á Búgreinar/nautgriparækt.  Hann fór svo heim í sveit með spússu sína sem hann fann á skólanum. Var ráðinn verksmiðjustjóri í kornverksmiðju sem rekinn var í AusturLandeyjum, í tenglsum við kornræktun bændana hér og fékk aukin umsvif á árunum 1996-2001, þegar í Austurlandeyjum voru framleiddir kúakögglar og seldir til bænda á Suðurlandi. Veturinn 2000, lærði Halldór til frjótæknis og lauk námi en hefur ekki starfað sem slíkur, þó áhugi sé fyrir starfinu. Árið 2001 keypti Halldór jorðina Lágafell af Magnúsi Finnbogasyni og hefur verið bóndi síðan og unir sér með sínar ær og kýr, kellingu og krakka á bestu jörð landsins – eins og hann fullyrðir og er ekkert á förum.  Þó stefnan í upphafi hafi verið, búskapur í 10 ár.  Halldór hefur verið umsjónarmaður Búnaðarfélagstækja Landeyinga í nokkur ár og sinnir tækjavörslu fyrir Búnaðarfélagið.  Á Lágafelli drýpur gull af hverju strái,  Hvern blett hægt að rækta og áhugi Halldórs á ræktun óbilandi.